Mikilvægt er að vera með allt á hreinu áður en haldið er í ferðalagið. Ef ferðinni er heitið innan Evrópu (EES) er Ferðapakkinn ekki fyrir þig, skoðaðu nota farsímann erlendis fyrir meiri upplýsingar.
Ferðapakkinn gerir þér kleift að nota Nova farsímann á lægra verði í útlöndum og þá sérstaklega netið í símann.
Ferðapakkann getur þú notað í eftirfarandi löndum: Andorra, Argentína, Ástralía, Bandaríkin (USA), Bosnía Hersegóvína, Bretland, Egyptaland, Ekvador, Gíbraltar, Grænland, Guernsey, Hong Kong, Hvíta Rússland, Indónesía, Ísrael, Japan, Jersey, Kanada, Katar, Malasía, Kína, Mexíkó, Moldavía, Mön, Norður Makedónía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Sádi Arabía, Serbía, Singapúr, Suður-Kórea, Svartfjallaland, Sviss, Rússland, Taívan, Tyrkland, Taíland, Úkraína og Víetnam.
Verð og almennt um Ferðapakkann
Í Ferðapakkanum greiðir þú 990 kr. daggjald þá daga sem farsíminn er notaður í útlöndum. Innifalin eru 500 MB og símtöl og SMS til Íslands og innan þess lands sem þú ert í. Sé hringt til annarra landa eða sent SMS gildir almenn verðskrá yfir notkun erlendis.
Áskrift og AlltSaman er greitt daggjald þá daga sem farsíminn er notaður í útlöndum. Ferðapakkinn gildir til miðnættis á íslenskum tíma. Ef innifalið gagnamagn klárast fyrir þann tíma bætist við nýr Ferðapakki á 990 kr. með öðrum 500 MB.
Í Frelsi er Ferðapakka áfylling keypt þar sem daggjöld eru greidd fyrirfram. Ferðapakkinn virkjast við fyrstu notkun og gildir í 24 klukkustundir. Ef innifalið gagnamagn klárast fyrir þann tíma bætist við nýr Ferðapakki á 990 kr. með öðrum 500 MB.
Að kaupa Ferðapakkann
Í Áskrift og AlltSaman skráir þú þig í Ferðapakkann í Nova appinu eða í Stólnum á nova.is. Þú ferð í númerið sem á að bæta við Ferðapakka á
- Velur Bæta við pakka.
- Útlönd.
- Ferðapakki og Staðfesta.
Í Frelsi kaupir þú Ferðapakka áfyllingu á Fyllt'ann á nova.is eða í Nova appinu. Þar velur þú hversu marga daga þú vilt kaupa.
Fylgjast með notkun
Í Nova appinu getur þú fylgst með allri þinni notkun. Þar sérðu notkun þína á Ferðapakkanum og hversu marga Ferðapakka þú hefur notað. Ef þú ert í Frelsi sérðu einnig hversu marga Ferðapakka þú átt eftir.