Þegar þú býrð hér á klakanum en átt marga vini og ættingja í útlöndum er mikilvægt að vera með besta dílinn til að halda sambandi við þá!
Með Útlandapakkanum greiðir þú eitt verð á mánuði og getur spjallað og SMS-ast við þá eins mikið og þú vilt.
Útlandapakkinn gildir þegar hringt er til þessara landa frá Íslandi:
Andorra, Austurríki, Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Færeyjar, Grikkland, Holland, Hong Kong, Indland, Írland, Ísrael, Ítalía, Japan, Kanada, Kína, Króatía, Kýpur, Lettland, Litháen, Lúxemborg, Malta, Noregur, Portúgal, Pólland, Rúmenía, Singapúr, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Taíland, Tékkland, Tævan, Ungverjaland, Þýskaland.
Verð og almennt um Útlandapakkann
Útlandapakkinn kostar 990 kr. á mánuði og innifalin eru ótakmörkuð símtöl og SMS í erlenda farsíma og heimasíma frá Íslandi.
Erlend númer með yfirgjaldi eru ekki innifalin þar sem þau eru með sína eigin verðskrá rétt eins og maður greiðir fyrir yfirgjaldsnúmer á Íslandi. Ef þú ert að velta því fyrir þér hvað yfirgjaldsnúmer eru, þá eru það t.d. kosninganúmer og styrktarlínur.
Í Frelsi er Útlandapakka áfylling keypt þar sem valið er um að kaupa pakkann einu sinni eða mánaðarlega
Í Áskrift bætist Útlandapakkinn við mánaðargjaldið á reikningnum þínum. Ef pakkanum er bætt við annan dag en 1. er greiðslan hlutfölluð fyrir þann mánuð.
Í AlltSaman er Útlandapakkinn greiddur fyrirfram 1. hvers mánaðar og gildir í mánuð. Ef pakkanum er bætt við annan dag en 1. er greiðslan hlutfölluð fyrir þann mánuð.
Að kaupa Útlandapakka
Í Frelsi kaupir þú Ferðapakka áfyllingu á Fyllt'ann á nova.is eða í Nova appinu. Þú velur hvort þú vilt kaupa áfyllinguna einu sinni eða mánaðarlega. Ef þú velur að fá hana mánaðarlega getur þú valið um 1. hvers mánaðar eða á þeim degi sem þú skráðir þig í hana.
Í Áskrift og AlltSaman skráir þú þig í Útlandapakkann í Nova appinu eða í Stólnum á nova.is. Þú ferð í númerið sem á að bæta við Útlandapakka á:
- Velur Bæta við pakka.
- Útlönd.
- Útlandapakki og Staðfesta.