Google kynnti nýverið uppfærða útgáfu af WiFi kerfinu sínu og fékk hún nafnið Nest WiFi. Þó hugmyndin sé sú sama er stærsta breytingin að nú eru auka punktarnir með innbyggðan hátalara og eru um leið einnig Google Home í einni og sömu græjunni.
Í Google WiFi er hver og einn kubbur router en á Nest WiFi er einn router og er svo hægt að tengja fleiri punkta við sem verða þá hluti af heildar kerfinu
*Uppgefin drægni í opnu rými, drægni minnkar svo eftir þykkt veggja og fleiri þátta.