Núll hjá Nova er þjónustuleið í áskrift sem breytir öllu fyrir þá sem vilja bara tala í símann eins og þeir vilja, en fara aldrei á netið í símanum!
Þú sendir SMS og hringir í alla heima- og farsíma á Íslandi án þess að borga krónu.
Eina sem þú greiðir sérstaklega fyrir er ef þú stelst á netið í símanum eða hringir í númer með yfirgjaldi (Kosninganúmer, upplýsingaveitur og styrktarnúmer). Það er líka greitt fyrir símtöl til útlanda samkvæmt verðskrá.
Ef þú ert í Núllinu og notar netið, greiðir þú umframnotkun (59kr fyrir 5MB) þangað til það borgar sig að fara í áskriftarleið með netpakka og þá stækkar þú sjálfkrafa.
Núll hjá Nova er því frábær lausn fyrir þá sem vilja lækka hjá sér reikninginn, nota ekki netið í farsímanum eða vilja hætta með heimasímann því Núllið virkar nákvæmlega eins – þarft bara ekki að greiða línugjaldið!
Skráðu þig í Núll hjá Nova hér eða breyttu þjónustuleiðinni þinni í Nova appinu.