Þú getur slökkt á sjálfvirkri áfyllingu á frelsisnúmeri í Nova appinu og í Stólnum á nova.is
Í Nova appinu þarf að opna appið sjálft og skrá sig inn með símanúmeri ef það hefur ekki verið gert áður. Þá þarf að velja kallinn uppi í hægra horninu, og þá birtist yfirlit yfir þjónustur. Velja þarf númerið sem slökkva á áfyllingunni á.
Því næst þarf að velja áfyllinguna sjálfa. Þar sést yfirlit yfir notkun og ef þú skrunar á botn síðunnar er hnappur sem heitir "Slökkva á sjálfvirkri áfyllingu"
Nú verður áfyllingin ekki rukkuð aftur.