Ef þú vilt hafa yfirsýn og fylgjast með áskriftum á Nova TV þarf að skrá sig inn á NovaTV.is
Þú byrjar á því að opna síðuna og velja valmöguleikann "Innskráning" uppi í hægra horninu.
Þegar því er lokið birtist valmynd þar sem velja þarf kallinn í hægra horninu.
Þegar hann er valinn birtast "Mínar síður" og hægt er að velja um ýmsar aðgerðir, svo sem yfirlit yfir áskriftir, greiðsluupplýsingar og fleira nytsamlegt.
Hvernig áskriftir eru keyptar á Nova TV
Þú getur bara keypt áskrift á vefnum en ekki í Nova TV appinu.
Áskriftirnar sem eru í boði eru Síminn Sport, Stöð 2, Stöð 2 Sport, Stöð 2 Sport Ísland, Skandinavíu stöðvarnar (DR1, DR2, DR Ramasjang, SVT1, SVT2, NRK1 og NRK2) og heill hellingur af barnaefni á Jibbí.
Athugaðu að þú getur ekki notað áskriftina þína sem þú ert með með hjá Sýn, Símanum eða öðrum nú þegar. Það þarf að segja henni upp og kaupa sérstaklega áskrift hjá Nova sem virkar í Nova TV.
Til að kaupa áskrift í Nova TV þá velur þú hvaða áskriftir þú vilt, setur inn upplýsingar og greiðslukort og stöðvarnar opnast í Nova TV appinu augnabliki síðar.
Það er ekki hægt að kaupa áskriftir í appinu, bara á vefnum.
Áskriftir í Nova TV eru óháðar mánaðarmótum, þ.e.a.s. ef þú gerist áskrifandi 17. janúar, þá endurnýjast áskriftin 17. febrúar. það er alltaf hægt að stjórna áskriftunum á áskriftarsíðunni, panta nýja áskrift, segja upp o.s.frv.
Hvernig áskriftum er sagt upp á Nova TV
Til þess að segja upp áskrift á Nova TV velur þú prófílinn þinn og velur Hætta í áskrift við þá áskrift sem þú vilt segja upp. Hafir þú þegar borgað fyrir 30 daga tímabil áður, þá helst áskriftin opin út áskriftartímabilið.
Það er ekki hægt að segja upp áskriftum í Nova TV appinu eða í Þjónustuveri, bara á novatv.is.