Til að fá rafræn skilríki í farsímann þarf símkortið þitt að styðja þjónustuna. Þú getur athugað hvort símkortið þitt styðji rafræn skilríki hér.
Þú getur svo annað hvort virkjað rafrænu skilríkin í bankanum þínum eða bókað tíma hjá okkur og við græjum þetta saman. Rafræn skilríki eru einungis virkjuð í Nova Lágmúla svo mundu eftir að taka gilt skilríki með þér, t.d. ökuskírteini eða vegabréf.
Ef kortið þitt styður ekki rafræn skilríki komdu þá við í næstu verslun eða heyrðu í okkur annað hvort á netspjallinu eða í 519 1919 og við sendum nýtt símkort til þín.
Það kostar ekkert að nota rafræn skilríki innanlands, en notkun rafrænna skilríkja erlendis fylgir verðskrá í hverju landi, og virkar eins og SMS skilaboð - 1 SMS pr. notkun.
Mundu að rafrænt skilriki er bundið við símkortið sjálft. Ef þú færð nýtt símkort þá þarf aðvirkja aftur rafræn skilríki!