Þú getur sett lás á Huawei - DG8245W2 ljósleiðararáterinn frá Nova.
Þetta er mjög gagnlegt til að koma í veg fyrir óþarfa netráp hjá fjölskyldumeðlimum á ókristilegum tíma eða ef þú vilt hafa lokað á ákveðnar heimasíður.
Opnaðu 192.168.1.1 í vafra á tæki sem er tengt við ráterinn og skráðu þig inn með notendanafninu Useradmin og lykilorðinu @HuaweiHgw (Þessar upplýsingar eru skráðar á límmiða á botninum á ráternum).
Mundu að reglan segir til um hvenær á að vera opið á netið en ekki hvenær á að vera lokað á netið.