Hér má finna myndir og útskýringar á Huawei B618s-22d 4.5G ráternum frá Nova.
Hvað þýða ljósin?
Hvernig virka tengin?
Hvernig laga ég netið?
Hér má finna allar upplýsingar um ráterinn.
Power ljós
Kveikt: Kveikt á ráter.
Slökkt: Slökkt á ráter.
Status ljós
Slökkt: Engin internet tenging.
Kveikt: Nettenging virk.
WIFI ljós
Kveikt: Kveikt á þráðlausu neti.
Slökkt: Slökkt á þráðlausu neti (þarf að LAN tengja ráter við tölvu til að kveikja á Wifi inná stillingarsíðu).
LAN ljós
Kveikt: Eitt eða fleiri Ethernet/LAN tengi eru í notkun.
Blikkandi: Ethernet/LAN tenging í gangi.
Slökkt: Ekkert tæki Ethernet/LAN tengt við ráter.
Signal ljós
Kveikt: Þrjú signal ljós eru á boxinu. Því fleiri sem eru kveikt, því betra signal er boxið að fá.
Slökkt: Router ekki að ná signali. Athuga Mode ljós.
Mode ljós
Stöðugt ljósblátt ljós: Tengt við LTE/4G.
Stöðugt dökkblátt ljós: Tengt við 3G
Stöðugt gult ljós: Tengt við 2G
Stöðugt grænt ljós: Net tengt í gegnum WAN port.
Stöðugt rautt ljós: Óvirkt simkort eða simkort snýr ekki rétt. Er APN stillingin rétt í ráter?
Til þess að komast inn á stillingarsíðu routersins þá slærðu 192.168.8.1 inn í vafra á tæki sem er tengt við ráterinn og þá birtist þessi síða hér fyrir neðan.
Þú loggar þig inn með notendanafninu admin og passwordinu admin.
Þetta gildir um alla Huawei B618s-22d rátera frá Nova, nema þessum upplýsingum hafi verið breytt eftir á.