Hjá Nova notumst við við ljósleiðarabox frá Ljósleiðaranum ehf. sem kallast Genexis. Þetta er búnaður sem tengir saman ljósleiðarakerfi Ljósleiðarans ehf. og ráter frá Nova/eigin búnað.
Veldu þitt ljósleiðarabox hér:
Genexis Ljósleiðarabox
Almennar upplýsingar um Genexis Ljósleiðaraboxið frá Ljósleiðaranum
Ljósin á boxinu: Powerljós, Linkljós (stefnuljós) og Gagnaljós (hornklofar) - þessi þrjú ljós eiga alltaf að vera stöðug.
Ef Powerljósið logar ekki:
- Taktu straumbreytinn úr Nova ráternum og settu í ljósleiðaraboxið, ef boxið fer í gang við það getur þú komið í næstu verslun og fengið nýjan straumbreyti fyrir boxið. Passaðu að færa straumbreytinn aftur yfir í rétt tæki.
- Ef straumbreytir fyrir ráteirnn virkar ekki þarft þú að prófa aðra innstungu/fjöltengi.
- Prófaðu hvort annað tæki virki í sömu innstungu (t.d hleðslutæki fyrir síma) ef straumbreytirinn fyrir ljósleiðarann virkar ekki.
Ef Linkljósið logar ekki eða blikkar:
- Endurræstu ljósleiðaraboxið með því að taka það úr sambandi við rafmagn. Athugið að ljósleiðaraboxið getur tekið allt að 8 mínútur að ræsa sig upp aftur.
- Liggur ljósleiðarafronturinn nægilega vel á boxinu? Það er mikilvægt að fronturinn sé beinn og fastur á, sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan undir Gagnaljós.
- Ef það kviknar ekki þarf að hafa samband við Nova.
Ef Gagnaljósið logar ekki eða blikkar:
- Endurræstu ljósleiðaraboxið með því að taka það úr sambandi við rafmagn. Athugið að ljósleiðaraboxið getur tekið allt að 8 mínútur að ræsa sig upp aftur.
- Liggur ljósleiðarafronturinn nægilega vel á boxinu? Það er mikilvægt að fronturinn sé beinn og fastur á, sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan.
- Rangur búnaður tengdur við ljósleiðarabox, Nova ráter/eiginn ráter tengist úr port 1/2 og eingöngu myndlyklar frá Vodafone tengjast í port 3/4. Tölvur og önnur tæki snúru tengjast ekki í ljósleiðaraboxið heldur í ráterinn.
- Ef ljósið kviknar ekki getur þú heyrt í okkur á netspjallinu á nova.is.
Leiðbeiningar varðandi stöðu á front á Genexis ljósleiðaraboxi:
Ef þú ert í vafa hvernig á að ýta á framhliðina mælum við með því að þú hafir samband við okkur fyrst til þess að koma í veg fyrir óþarfa óhapp eða skemmdir á búnaðinum á Netspjallinu á nova.is.
- Leggðu lófann varlega flatan framan á ljósleiðaraboxið og ýttu þéttingsfast í átt að veggnum til að sjá hvort boxið smelli saman við front - Passaðu að gera þetta mjög varlega til þess að skemma ekkert en ganga þarf úr skugga um að fronturinn sé nægilega fastur á ljósleiðaraboxinu.
- Prófaðu að endurræsa boxið (taka úr sambandi og setja í samband).
- Ef boxið er skakkt getur þú tekið framhliðina af boxinu og smellt henni aftur á. (Sjá mynd) Gott er að halda við afturpartinn svo hann haldist örugglega fastur á veggnum. Þegar framhliðin er sett aftur á á að heyrast smellur, en ef horft er á boxið á hlið á ekki að sjást neitt bil á milli fram- og afturhliðar.
- Boxið getur tekið allt að 8 mínútur að ræsa sig að fullu, blikkandi ljós innan 8 mínútna frá endurræsingu getur verið eðlilegt.
- Ef Ljósin koma ekki inn stöðug, þ.e eru slökkt eða blikka þá er best að þú heyrir í okkur á netspjallinu á nova.is og við leysum þetta saman.
Genexis Fibertwist Ljósleiðarabox
Ljósleiðarinn ehf. hefur í dágóðan tíma verið með box sem kallast Genexis Hybrid - en tók nýverið í notkun ný ljósleiðarabox sem kallast Genexis Fibertwist. Þessi box eru mun minni um sig en eru með sömu virkni og forveri sinn.
Almennar upplýsingar um Genexis Fibertwist Ljósleiðaraboxið frá Ljósleiðaranum ehf.
Ljósin á boxinu: Powerljós og Gagnaljós (hornklofar) - þessi tvö ljós eiga alltaf að vera stöðug.
Ef Powerljósið logar ekki:
- Taktu straumbreytinn úr Nova ráternum og settu í ljósleiðaraboxið, ef boxið fer í gang við það getur þú komið í næstu verslun og fengið nýjan straumbreyti fyrir boxið. Passaðu að færa straumbreytinn aftur yfir í rétt tæki.
- Ef straumbreytir fyrir ráteirnn virkar ekki þarft þú að prófa aðra innstungu/fjöltengi.
- Prófaðu hvort annað tæki virki í sömu innstungu (t.d hleðslutæki fyrir síma) ef straumbreytirinn fyrir ljósleiðarann virkar ekki.
Ef Gagnaljósið logar ekki eða blikkar:
- Endurræstu ljósleiðaraboxið með því að taka það úr sambandi við rafmagn. Athugið að ljósleiðaraboxið getur tekið allt að 8 mínútur að ræsa sig upp aftur.
- Liggur ljósleiðarafronturinn nægilega vel á boxinu? Það er mikilvægt að boxið sé snúið rétt saman og liggur beint.
- Rangur búnaður tengdur við ljósleiðarabox, Nova ráter/eiginn ráter tengist úr port 1/2 og eingöngu myndlyklar frá Vodafone tengjast í port 3/4. Tölvur og önnur tæki snúru tengjast ekki í ljósleiðaraboxið heldur í ráterinn.
- Ef ljósið kviknar ekki getur þú heyrt í okkur á netspjallinu á nova.is.