Ótakmarkað net í ljósleiðara er ótakmarkað og endalaust.
Ef notkun nær 50TB innan mánaðar, sem er meira en 20.000 klst af stanslausu hámhorfi á öllum snjalltækjum heimilisins í bestu gæðum, þá hægist á hraðanum en áfram er ótakmarkað gagnamagn.
Heimilistengingar sem þurfa meira en 50TB á mánuði þarf að skoða í hverju og einu tilfelli til að trygga gæði og upplifun annarra viðskiptavina ásamt öryggi. Heppilegast er að heyra í okkur og við fáum okkar bestu sérfræðinga til að skoða málin í slíkum tilfellum og finna bestu lausnir miðað við þær þarfir sem eru til staðar í hverju slíku tilfelli fyrir sig.
Við bjóðum uppá margskonar fyrirtækjatengingar og sérlausnir fyrir þá sem hafa meiri og sérsniðnari þarfir.
Ótakmarkaðar 4G/5G þjónustur (Farsími og netkort) eru með 10 TB þak.
Aukakort af farsímanúmerum eru með 1 TB þak.
Í 4G þjónustum er lokað á notkun þegar farið er umfram 10TB og netið virkar ekki.
Nova áskilur sér rétt til að takmarka eða loka þjónustu ef notkun viðskiptavinar felur í sér óeðlilegt álag, sem hefur neikvæð áhrif á upplifun annarra viðskiptavina af þjónustunni.