Úrlausn er rafrænt símkort (eSIM), sem er í raun framlenging á símanúmerinu þínu, beint í úrið. Því ertu með sama símanúmer í farsímanum og snjallúrinu þínu. Með Úrlausn getur þú hringt, hlustað á tónlist og tekið á móti símtölum í snjallúrinu, án þess að síminn sé nálægur.
Snjallúrið er sniðugasti leikfélaginn, þú færðu Úrlausn í Samsung Snjallúrið þitt á 590 kr. á mánuði og getur þá skilið símann eftir heima.
Allir sem eru með farsímann hjá Nova geta fengið Úrlausn, sama hvort þú ert í Áskrift eða Frelsi.
Ef þú ert í óskráðu frelsi, þá einfaldlega kíkirðu til okkar og skráir þig sem notanda á númerið. Þá eru þér allir vegir færir með Úrlausn.
Ef þú ert í AlltSaman þá er Úrlausnin innifalin í pakkanum!
Með hvaða úrum virkar Úrlausn?
Úrlausn virkar með Samsung úrum sem styðja eSIM. Þú finnur úrval snjallúra hjá Nova sem virka með Úrlausn. Skoðaðu úrvalið.