Huawei DG8245W2 er ljósleiðararáterinn sem Nova notar í dag. Ráterinn er í raun uppfærsla á gömlu týpunni, sem er þó enn í umferð, Huawei HG659.
Ráterinn kemur uppsettur og allar stillingar eru þannig að það ætti að vera nóg að stinga ráternum í samband, tengja við ljósleiðaraboxið og kveikja á honum.
Í sumum tilfellum á eftir að fara í gegnum "Quick setup" í honum við fyrstu notkun.
Það er mjög mikilvægt að ráterinn sé í lagi og í toppstandi til þess að nettengingin sé hröð og góð fyrir allt vafrið sem við stundum í dag!
Ef þig grunar að ráterinn sé sökudólgurinn á netvandræðum heimilisins þarf að kanna nokkra hluti.
Fyrst getur þú kíkt á ljósin á ráternum.
Til þess að komast á netið þurfa Power, WAN, Internet og WLAN ljósin að loga.
Ekkert power ljós: Slökkt á ráternum eða hann er ekki að fá straum
- Er kveikt á ráternum? (On/Off takki)
- Taka straumbreyti úr ljósleiðaraboxinu og setja í ráterinn.
- Ef ráterinn fer í gang við það getur þú komið í næstu verslun og fengið nýjan straumbreyti.
- Ef það virkar ekki getur þú prófað aðra innstungu/fjöltengi og loks kannað hvort annað tæki virki í sömu innstungu.
Ekkert Internet ljós: Ráterinn er ekki með netsamband
- Endurræsa.
- Prófa aðra netsnúru
- Tengja ráterinn beint í ljósleiðarabox ef hann er tengdur í gegnum vegglagnir.
Ekkert WAN ljós: Ráterinn nær ekki sambandi við boxið
- Endurræsa.
- Er snúran úr WAN(Bláa tengið) í tengi nr. 1 á ljósleiðaraboxinu?
- Ef svo er má prófa aðra netsnúru, prófa tengi nr. 2 á ljósleiðaraboxinu.
- Tengja ráterinn beint í ljósleiðarabox ef hann er tengdur í gegnum vegglagnir.
Ekkert WLAN ljós: Slökkt á þráðlausa netinu/WiFi
Ef öll ljós eru í lagi hér er möguleiki á að sökudólgurinn sé ljósleiðaraboxið.
Stillingar
Opnaðu 192.168.1.1 í vafra á tæki sem er tengt við ráterinn og skráðu þig inn með notendanafninu Useradmin og lykilorðinu @HuaweiHgw
(Þessar upplýsingar eru skráðar á límmiða undir ráternum).
Hægt er að breyta lykilorði inn á stillingarsíðu rátersins, ásamt því að breyta nafni á ráter og lykilorði inn á WiFi með eftirfarandi leiðbeiningum: