Samsung Pay er ekki opið á Íslandi eins og staðan er í dag svo það er því miður ekki lausn í boði fyrir Samsung úraeigendur til að greiða beint í posa með úrinu eins og er. En við vonum auðvitað að sú snjalla lausn mæti sem fyrst til okkar á Íslandi.
Fyrir þá sem eiga Samsung síma mælum við með kortaöppum beint frá viðkomandi banka og þá er hægt að borga í posa með símanum.