Stundum lendum við öll í því að upplifa hægt net. Ekki örvænta, því yfirleitt eru til einfaldar lausnir til þess að hressa netið við og hefja vafrið að nýju.
Það fyrsta sem við þurfum að gera er að endurræsa netbúnaðinn, í þessu tilviki ljósleiðaraboxið og ráterinn. Til þess að ná sem bestum árangri mælum við með því að taka búnaðinn úr sambandi við rafmagn og telja rólega upp að 10. Þetta gerum við bæði til að leyfa búnaðinum að slökkva alveg á sér og fyrir okkur til að róa taugarnar.
Er netið ennþá hægt hjá þér? Skrambans.
Hér gæti þá verið að tengingin á milli punktana sé veik og það sé að skila sér í hægu neti - sem er auðvitað ekki í lagi!
Öllum stillingum í ráterunum frá Google er breytt í Google Home appinu sem nálagast má á Google Play eða App Store.
Athugið að sá sem skráir sig inn þarf að hafa sama netfang og sá sem setti upp kerfið eða þá að viðkomandi hafi deilt heimilinu með þeim sem ætlar að breyta stillingunum.