Apple Watch og iPhone eru tengd saman órjúfanlegum böndum (Eða þú veist..samt ekki)
Ef þú setur á Airplane mode í símanum þá sjálfkrafa kviknar á sömu stillingu í Apple Watch úrinu þínu.
Ef þú vilt hinsvegar geta sett á AirPlane mode í símanum, en vilt ekki að sú stilling fari á úrið þá er hægt að stilla það á þann hátt að tækin spegli ekki stillingar hjá hvoru öðru.
Þú ferð í Watch appið í iPhone símanum þínum og smellir á General
Smelltu á Airplane Mode
Þar slekkur þú á stillingunni Mirror iPhone