Þegar þú skráir þig í Úrlausn er beðið um símanúmer og lykilorð, það er einfaldlega gert til þess að tryggja að þú sért þú. Ef þú hefur ekki áður notað Úrlausn og átt ekki lykilorð smellir þú einfaldlega á Búa til nýtt lykilorð og færð nýtt sent á netfangið þitt hjá Nova eins og skot.
Við hefðum verið mikið til í að nota rafræn skilríki, en eins og er viðurkennir Apple ekki rafræn skilríki frá Auðkenni, en það er þó lausn í sjónmáli!
Ef þú manst ekki hvaða netfang þú ert að nota á númerinu þínu þá getur þú séð það í Stólnum á nova.is. Þar getur þú breytt netfanginu þínu, við mælum með að skoða Breyta netfangi notanda í Stólnum á nova.is ef þú vilt skipta um netfang.