Ef þú vilt taka upp þínar eigin kveðjur fyrir 3cx símstöðina þína þá geturðu fylgt þessum skrefum hér fyrir neðan.
Athugaðu! að þú þarf að vera með aðgang að bakenda símstöðvarinnar þinnar. Ef þú ert ekki með hann þá geturðu haft samband við taeknihjalp@nova.is og við gefum þér öll réttindi sem þú þarft.
1. Skráðu þig inn á símstöðina þína.
Slóðina fyrir símstöðina þína færðu með aðgangsupplýsingum fyrir bakendann, en hefðbundin slóð er t.d.
https://nova.3cxhysing.sip.is
Notendanafn er sama 4 stafa númerið og innanhússnúmerið þitt.
2. Digital Receptionists
Eftir innskráningu inn á bakendan þarftu að finna Digital Receptionists í valmyndinni á vinstri hönd.
Á myndinni hér fyrir ofan er búið að velja Digital Receptionists í valmyndinni og er annarsvegar búið að merkja +Add hnappinn þar sem hægt er að fara til að búa til nýja svarvél (kveðju) eða velja gamla kveðju sem er í listanum eins og t.d. Lokað - starfsmannafundur sem er merkt í listanum hér fyrir ofan.
Í næstu skrefum ætlum við að fara í +Add og búa til nýja svarvél, en sömu skref eiga við ef ætlunin er að skipta um upptöku í gamalli svarvél.
3. +Add ný svarvél
Hér fyrir neðan er ný útfyllt svarvél.
Atriðin sem við þurfum að huga að eru:
- Enter a name
Hér þurfum við að velja nafn á svarvélina sem auðveldar okkur að leita á öðrum stöðum á símstöðinni. - Extension
Þetta er einkennandi númer til að hægt sé að vísa í á öðrum stöðum á símtöðinni. Sjálfgefið númer fyrir svarvélar og innhringiraðir byrjar alltaf á 8###. - Prompt
Hér er hægt að velja í fellivalmyndinni þær kveðjur sem áður hafa verið teknar upp. - Upload
Hér er hægt að sækja upptökur sem teknar hafa verið upp í öðrum hugbúnaði. En athugið að ekki er hægt að setja inn upptökur með þessum hætti nema þær séu 8kHz, 16 bit, mono og innan við 100MB að stærð. Við förum betur yfir þennan möguleika í öðrum kafla. - Download
Þú getur halað niður þeim upptökum sem til eru á símstöðinni með því að velja þær í fellivalmyndinni og smella á Download. - Play
Ef þú vilt heyra þá kveðju sem þú valdir þá geturðu smellt á Play, valið þitt innanhússnúmer og þá hringir síminn þinn og spilar valda kveðju. - Record
Þegar smellt er á Record sprettur upp nýr gluggi þar sem þú skilgreinir nafn upptöku passaðu að nota ekki íslenska stafi og enda nafnið á .wav eins og sýnt er á myndinni.
Undir Extension Number velurðu númerið þitt.
Þegar smellt er á OK hringir síminn þinn og kveðjan tekin upp.
Athugið að eftir upptöku gæti þurft að ýta á OK takkann efst á myndinni og fara aftur inn í upptökuna svo hún birtist í fellivalmyndinni undir Prompt.
Aðrar aðgerðir útskýrðar
Digital Receptionist Language
Ef símstöðin þín er á mörgum tungumálum t.d. íslensku og ensku geturðu vísað í kerfistungumálið þarna. Það hefur engin áhrif nema ef villa kemur upp og þá eru lesin upp kerfisskilaboð t.d. á íslensku eða ensku.
Menu Options
Þetta eru þeir möguleikar sem eru fyrir hendi inn í kveðjum til að vísa símtali annað, eins og t.d. ef kveðjan segir "...veldu 1 fyrir verslun, veldu 2 fyrir skrifstofu..." þá er það skilgreint undir þessum lið.
Þá er farið í t.d. 1 undir Key og Action eða aðgerð skilgreind. Þær aðgerðir sem boðið er upp á eru:
- Nothing: ekkert gerist
- End call: símtali er slitið
- Connect to Extension: símtalið er flutt á ákveðinn síma innan símstöðvar
- Connect to Ring Group: símtalið er flutt á hringihóp (þá getur hringt á mörgum stöðum í einu)
- Connect to Queue: símtalið er flutt á hringiröð (algengara en Ring Group en svipuð virkni)
- Connect to Digital Receptionist: símtalið er flutt á aðra svarvél (oft notað ef vísað er í upptöku sem les opnunartíma)
- Transfer to Voicemail: símtalið er flutt í talhólf (talhólfið er á ákveðnum síma og skilaboð send í tölvupósti sem skilgreindur er á símanum undir Extensions)
- Repeat Prompt: kveðjan í heild sinni er endurtekin
- Play Prompt and Exit: önnur kveðjan lesin og símtali slitið
Direct Inbound Dialing (DID)
Hér sést hvaða símanúmer eru tengd við þessa svarvél.
Destination for invalid or no DTMF input
- If no input within seconds: hér er hægt að skilgreina hvað gerist eftir X margar sekúndur að lestri loknum, t.d. slíta símtali, endurtaka lestur eða vísa símtali annað innan símkerfið á sama hátt og lýst er í Menu Options.
- If input is invalid then: hvað á að gerast ef t.d. ýtt er á kassa? algengast er að endurtaka lestur.