Ef þú vilt breyta því hvað gerist á 3cx símstöðinni þinni þegar hringt er í t.d. aðalnúmerið hjá fyrirtækinu þá geturðu fylgt þessum skrefum hér fyrir neðan.
Það fyrsta sem þú gerir er að velja Inbound Rules í valmyndinni á vinstri hönd, en Inbound Rules er sá staður sem stjórnar því hvað verðum um öll símtöl sem koma inn á símstöðina. Það er ákvarðað útfrá því í hvaða númer hringt er í.
Í þessu dæmi ætlum við að opna aðalnúmerið okkar
Allar stillingar fyrir ákveðið númer útskýrðar
- Name: nafn til útskýringar ef númer er notað í ákveðnum tilgangi, oftast skilið eftir autt.
- DID/DDI: ekki hægt að breyta, sýnir hvaða símanúmer við erum að vinna með
Route calls to
Hér skilgreinum við hvert númer á að rata eftir að það kemur inn á símstöðina. Bæði innan opnunartíma og utan, en opnunartíminn er skilgreindur neðst á myndinni.
Destination for calls during office hours
Hér skilgreinum við hvað gerist innan opnunartíma númersins.
Í fyrri fellivalmyndinni getum við valið um eftirfarandi, en í flestum tilfellum er notast við Extension.
- End Call: símtali slitið
- Extension: þessi möguleiki er notaður til að vísa beint á notendur, á svarvélar (Digital Receptionist) eða hringiraðir (Call Queues)
Voicemail box for Extension: símtali vísað beint í talhólf hjá stökum notanda
Forward to Outside Number: símtal flutt yfir á símanúmer utan við símstöðina
Í seinni fellivalmyndinni finnum við þá einingu sem við viljum vísa á innan opnunartíma.
Dæmi: ef við erum búin stofna nýja svarvél, hún er með 4 stafa einkennandi númerið 8000 og heitir Opið, þá getum við smellt í valmyndina og annað hvort rúllað niður listann til að finna 8000 Opið, eða skrifað 8000 og þá kemur hún efst í listann.
Destination for calls during office hours
Hér skilgreinum við hvað gerist utan opnunartíma númersins á sama hátt og við gerðum hér fyrir ofan.
Set up Specific Office Hours for this rule
Þegar hakað er í þennan möguleika gefur það okkur kost á að skilgreina sérstaka opnunartíma fyrir þetta ákveðna númer, það á oftast við um aðalnúmer á meðan bein númer eru ekki með opnunartíma.
Ef opnunartími er skilgreindur fyrir eins og er á myndinni hér að neðan og við viljum breyta honum þá þurfum við fyrst að smella á opnunartímann og velja Delete á hverjum degi fyrir sig sem á að breyta.
Að því loknu getum við farið í Configure á hverjum degi fyrir sig og sagt til um hvenær á að opna og hvenær á að loka.
Ef enginn opnunartími er skilgreindur eins og t.d. á laugardögum og sunnudögum hér fyrir neðan þá fara öll símtöl í svarvélina sem er skilgreind í Destination for calls outside office hours.
Apply these office hours even if it's a global holiday
Þessi möguleiki er til staðar til að koma í veg fyrir að frídagakveðjur, sem farið er yfir í öðrum leiðbeiningum, taki yfir ákveðin númer. Það á einna helst við um símanúmer starfsmanna sem eru alltaf á vakt/bakvakt eða slíkt, helst aldrei aðalnúmer.
Play holiday prompt when it's a global holiday
Í öðrum leiðbeiningum er farið yfir hvernig hægt er að skilgreina ákveðna frídaga sem loka símstöðinni og yfirskrifa þá opnunartíma sem skilgreindir eru og loka þá daga.
Þetta getur verið t.d. regla um að alltaf eigi að vera lokað 24.-26. desember á hverju ári og þá sé sérstök kveðja lesin sem útskýrir lokunina.
Við mælum með að þessi möguleiki sé helst alltaf valinn.