3cx býður upp á möguleikann að loka ákveðnum dagatalsdögum. Það hentar einkar vel þegar vitað er fyrirfram að fyrirtækið er lokað á almennum frídögum eins og yfir jól og áramót.
Suma frídaga er hægt að skilgreina útfrá dagsetningu t.d. jól lenda ár hvert á 24. til 26. desember þannig að þá er hægt að skilgreina lokun í 3cx á þeim dögum á hverju ári, aðra frídaga eins og frídag verslunarmanna þarf að skilgreina sérstaklega fyrir hvert ár.
Neðst í þessari grein er listi yfir almenna frídaga á Íslandi næstu árin.
Ef þú vilt fylgja þessari grein þá þarftu að hafa aðgang að bakenda 3cx símstöðvarinnar þinnar. Ef þú ert ekki með aðgang, geturðu sent beiðni á taeknihjalp@nova.is og við afgreiðum það von bráðar.
Settings
Frídagar eru skilgreindir í bakenda 3cx undir Settings og Timezone, Office Hours & Holidays.
Timezone & Office Hours Settings
Neðst á þessari síðu er að finna lið sem heitir Configure Holidays og þar getum við bætt við frídögum að vild.
Ef smellt er á +Add sjáum við næstu mynd.
Configure Holidays
Það fyrsta sem við þurfum að gera er að nefna frídaginn. Þá er gott að hafa reglu á nafngiftum.
T.d. þurfum við bara að stofna eina færslu fyrir jólafrí þar sem það er tengd dagsetningu, en Frídagur verslunarmanna fellur á fyrsta mánudag í ágúst og því sitthvor mánaðardagurinn á milli ára. Þá er gott að láta nafnið fljóta á milli ára t.d. "Frídagur verslunarmanna 2021" en það auðveldar röðun seinna meir þegar frídagarnir eru orðnir margir í listanum.
Á myndinni hér að neðan er búið að skilgreina áðurnefnt jólafrí, þá er Range Of Days í fellivalmyndinni en einnig er hægt að velja Single Day eftir því sem við á.
Dagsetningarnar eru í bandarísku sniði þannig að það er ár-mánuður-dagur eða YYYY-MM-DD og ef valið er Range of Days eða tímabil þá er það skilgreind upphafsdagur - lokadagur eða t.d. 2020-12-24 - 2020-12-26.
Að lokum þarf að skilgreina hvaða kveðja er lesin á lokunartímanum. Bæði er hægt að vísa í þær kveðjur sem til eru inná símstöðinni og finnast í fellivalmyndinni, en einnig er hægt að fara í Upload og bæta við áður uppteknum kveðjum eða fara í Record og taka upp nýja kveðju með því að velja síma sem hringir innan fyrirtækis og leiðir þig þá í gegnum upptökuferlið.
Frídagur tilbúinn
Á myndinni hér að neðan sést svo hvernig frídagurinn sem við gerðum kemur fram og svo lengi sem númerið er rétt skilgreint eins og sýnt er í greininni um vísun símanúmera.
En aðalatriðið þar er að undir Inbound Rules og inni í aðalnúmerinu þarf að vera hakað í Play holiday prompt when it's a global holiday.