Úrið er ekki lengur bara til þess að segja þér hvað klukkan slær heldur líka til þess að auðvelda þér lífið í leik og starfi! Það að framlengja símann yfir í úrið er leikur einn og Úrlausn hjá Nova getur leyst flest okkar lífsins vandamál.. eða þú veist, kannski.
Hvernig getur þú látið úrið virka fyrir þig? Hér eru nokkur hjálpleg dæmi!
Símalaus Sunnudagur eða rafmagnslaus sími?
Ef þú ert með kveikt á Mobile Data (eSIM) í úrinu færðu símtöl í úrið þó svo síminn sé rafmagnslaus eða fjarverandi.
Það þarf því ekki að vera kveikt á símanum eða hafa hann nálægt!
Að gera hið ómögulega!
Þú getur verið í símtali í farsímanum og úrinu við sitthvoran aðilann á sama tíma - sama númer getur því átt samskipti við tvo mismunandi aðila á sama tíma í sitthvoru tækinu. Tilvalið fyrir þá sem vilja gera marga hluti á sama tíma.
Úrið hringir en þú vilt taka símtalið í símanum!
Þú getur valið punktana þrjá á úrinu og valið Answer on iPhone, við það hættir símhringingin í úrinu en síminn heldur áfram að hringja. Hringjandi fær meldinguna Please hold on for a moment þar til þú svarar í símanum.
Úrið hringir en þú getur ekki tekið símtalið, hvað gera bændur þá?
Með því að smella á punktana þrjá getur þú valið fyrirfram tilbúið SMS til þess að senda og upplýsa hringjandann að þú geti ekki svarað símtalinu. Við það að senda SMS-ið skellist á og hringjandi fær SMS meldingu frá þér. Einfalt og þægilegt!
Viltu vera á undan áætlun? láttu úrið vinna með þér!
Þú getur stillt úrið þeim mínútum á undan tímanum sem þú vilt - þetta mun ekki hafa áhrif á vekjaraklukkur eða tilkynningar. Settings -> Clock -> Set Watch Face Display Time Ahead -> notar snúningstakkann til að velja þær mínútur sem þú vilt vera á undan.
Hvernig virkar vatnslásinn?
Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að úrið skipti um lag eða þú rekir þig óvart í símtal og hringir í vinnufélagann þegar þú ert að synda vegna þess að það er til lausn við því! með því að draga upp frá botninum á skjánum getur þú valið dropann, við það læsir þú skjánum svo ekkert óvænt gerist. Til þess að taka lásinn af smellir þú á hringlótta takkann og snýrð niður á við þar til þú heyrir tón. Þegar tóninn er búinn að spilast er úrið ekki lengur á vatnslás.
Viltu taka mynd af þér og vini þínum en enginn nálægur til að taka mynd af ykkur?
Stilltu símanum upp og opnaðu svo úrið, veldu myndavélar forritið og taktu mynd! Þú þarft ekki lengur að smella á takkann á símanum, hlaupa og stilla þér upp og vona það besta heldur getur þú tekið mynd á símann í gegnum úrið í rólegheitunum! Frekari stillingar fyrir myndavélina er að finna í punktunum þrem.
Að flakka eða ekki flakka?
Þú getur flakkað á milli þeirra forrita sem þú ert með opið í úrinu hratt og örugglega með því að tvísmella á hringtakkann.
Þetta er allt í snúningnum!
Þegar þú snýrð úlnliðnum þá sýnir úrið tímann. Ef þú vilt frekar að úrið sýni það forrit sem þú varst að nota síðast, getur þú farið í Settings - General - Wake Screen og stillt þar tímann sem forrtiði er sýnilegt á Wake Screen.
Þessi týpíska.. "Hvar er síminn minn?"
Þú getur notað "Find my iPhone" í gegnum úrið - ef þú finnur ekki símann getur þú farið í úrið, dregið upp frá neðri hluta skjásins og smellt á myndina af símanum - við það á síminn að gefa frá sér hljóð. Ef þú ert í bíósal eða þar sem er myrkur getur þú haldið takkanum lengur inni og síminn gefur þá frá sér hljóð og blikkandi ljós.
Hvar er AppleTV fjarstýringin?
Þú getur stjórnað AppleTV tækinu þínu í gegnum símann og úrið! Með því að fara inn í Remote appið í úrinu, dregur Add Device niður þá á Apple TV'ið þitt að birtast. Þú velur það og getur til dæmis kveikt á Netflix og stjórnað Apple TV-inu í gegnum Apple úrið!
Að taka skjáskot á úrinu
Ef þú heldur inni báðum tökkum, á sama tíma, getur þú getið skjáskot af teikningunni þinni eða Activity appinu - þú getur tekið skjáskot af því sem þér hentar.
Því stærra, því betra!
Til þess að stækka textann á skjánum getur þú farið í Settings -> Display & Brightness og stillir eftir þínu höfði hvaða birtustig þér finst best og stærð leturs á skjánum.