Í Android TV sjónvarsgræjunni er innbyggt Chromecast!
Það þýðir að hægt er að varpa efni sem spilað er í gegnum tölvu eða síma upp á Android TV sjónvarpsgræju.
Það er gert með því að opna strauminn sem um ræðir, hvort sem það er Nova TV, YouTube, Netflix eða annað í símanum eða tölvunni og leita eftir þessu merki á skjánum:
Með því að ýta á þetta merki á skjánum hjá þér eftir að ýtt er á 'Play', þá ætti að birtast valmöguleiki á að velja tæki sem eru í boði.
Eftirfarandi eru leiðbeiningar fyrir spilun úr snjallsíma:
Þegar ýtt er á merkið birtist tækið þitt á lista, ef það er tengt sama WiFi neti og sjónvarpsgræjan!
Nú ætti efnið að birtast úr símanum þínum í sjónvarpinu innan skamms! Njótu áhorfsins í þægindunum heima í stofu!
Ef horft er í gegnum vafra er farið aðra leið, en þar er virknin byggð inn í vafrann. Við mælum með Google Chrome vafranum.
Um leið og efni spilast í vafranum þá birtist myndefnið í sjónvarpinu þegar kveikt er á 'Cast' stillingunni.
Einnig má leita að því hvort straumurinn sjálfur bjóði upp á að varpa efninu í gegnum Android TV eins og má sjá hér: