Í Apple TV sjónvarsgræjunni er innbyggt AirPlay!
Það þýðir að hægt er að varpa efni sem spilað er í gegnum Apple tölvu eða síma upp á AppleTV sjónvarpsgræju.
Það er gert með því að opna strauminn sem um ræðir, hvort sem það er Nova TV, YouTube, Netflix eða annað í símanum eða tölvunni og leita eftir þessum merkjum á skjánum:
Með því að ýta á þetta merki á skjánum hjá þér eftir að ýtt er á 'Play', þá ætti að birtast valmöguleiki á að velja tæki sem eru í boði.
Þegar ýtt er á merkið birtist tækið þitt á lista, ef það er tengt sama WiFi neti og sjónvarpsgræjan!
Nú ætti efnið að birtast úr símanum þínum í sjónvarpinu innan skamms! Njótu áhorfsins í þægindunum heima í stofu!
Ef horft er í gegnum vafra.
Apple er með AirPlay virknina læsta á milli Apple tækja, svo það verður að vera með Apple tæki sem er að spila strauminn og varpa yfir í Apple TV tækið. Það er því miður ekki í boði að nota t.d Android síma eða tölvu með Windows stýrikerfi og varpa myndinni í Apple TV.
Ef verið er að notast við Apple tölvu til að spila strauminn þá þarf að velja AirPlay merkið uppi í hægra horninu.
Smella á það og velja Apple TV tækið þitt. Þá ætti myndin í tölvunni að birtast í sjónvarpinu þínu!