Stundum viltu geta tekið andartak og kannað hversu mikið net búið er að nota í mánuðinum - eru krakkaormarnir búnir að klára pakkann?
Það er einfalt að fylgjast með og stjórna notkun á Ljósleiðaranum frá Nova í Nova appinu í símanum þínum og í Stólnum á nova.is!
Í Nova appinu byrjar þú á því að opna appið sjálft og skráir þig inn með símanúmeri ef það hefur ekki verið gert áður. Því næst velur þú þjónustur í slánni neðst í appinu, og þá birtist yfirlit yfir þjónustur.
Smelltu á Ljósleiðarann þinn þar.
Í Stólnum á nova.is er ferlið tiltölulega svipað.
Fyrir einstaklinga er einfaldast að skrá sig inn á Stólinn á nova.is með rafrænum skilríkjum.
Þú getur líka skráð þig inn í gegnum tölvupóstinn sem þú ert með skráðan hjá Nova eða SMS kóða sem er sendur á símanúmer.
Þegar þar er komið inn sérð þú yfirlit yfir þínar þjónustur hjá Nova og getur smellt á Ljósleiðarann þinn, og valið 'Notkun' fyrir núverandi mánuð, eða 'Samantekt' til að sjá notkun allt að 6 mánuði aftur í tímann!
Hér er notkun núverandi mánaðar:
Hér má sjá notkun allt að 6 mánuði aftur í tímann.