Það er alltaf gott að vera með símann sinn í nýjustu hugbúnaðaruppfærslunni. Með því að vera með símann sinn með nýjustu uppfærslu getur þú komið í veg fyrir óþarfa óþægindi.
Síminn er þá alltaf með nýjasta stýrikerfið og á bakvið tjöldin eru lagfæringar á þjónustum sem gætu haft áhrif á upplifun þína.
Ef uppfærsla er í boði þá er mælum við með því að smella henni í gan. Þú getur svo hellt upp á kaffi eða horft á uppáhaldsþáttinn þinn á meðan þú gefur símanum algjört næði á meðan uppfærslu stendur.
1. Dragðu fingur niður efst á skjánum til að birta gardínuna og smelltu á tannhjólið (stillingar).
2. Smelltu á Hugbúnaðaruppfærsla
3. Sækja og setja upp - ef hugbúnaðaruppfærsla er í boði byrjar síminn að sækja uppfærsluna og þarft þú svo að velja að setja hana upp, en ef síminn er með nýjustu uppfærsluna færðu meldingu þess efnis.
Einnig er gott að vera með hakað í ''Sjálfvirkt niðurhal um Wi-Fi'' en þá sækir síminn sjálfkrafa uppfærslur þegar þær eru í boði