Í fyrsta skipti sem þú skráir þig inná routerinn þá þarftu að setja hann upp.
Til þess að komast inn á stillingarsíðu routersins þá slærðu 192.168.8.1 inn í vafra á tæki sem er tengt við ráterinn og þá birtist þessi síða hér fyrir neðan.
Þú loggar þig inn með notendanafninu admin og passwordinu admin.
Í síðasta skrefinu þarf að setja inn password sem er admin. Það þarf að breyta passwordinu til þess að klára uppsetningu.
Við bendum á að það er gott að skrifa þetta niður eða hafa eitthvað sem er einfalt að muna.
Ef passwordið gleymist þá þarf að grunnstilla ráterinn.
Hér fyrir neðan má sjá dæmi.