CTI Mode valið - ekki hægt að hringja inn eða út
Ef merkið fyrir neðan nafnið þitt er eins og borðsími er CTI Mode valið. CTI Mode breytir 3cx í einskonar stuðning við borðsíma en tekur ekki við símtölum á hefðbundinn máta.
Smelltu á símtækið og veldu Softphone og þá virkar allt eins og það á að gera.
Hljóðið berst ekki í báðar áttir eða headsettið hringir ekki
Ef hljóð berst ekki í aðra eða báðar áttir eða ef headsettið þitt hringir ekki er mjög líklegt að það þurfi að fara í bláu punktana þrjá uppi í hægra horninu og velja Audio Options.
Þar er hægt að vilja headsettið í felligluggunum þremur
- Microphone
Hljóðneminn þinn (hljóð frá þér) - Speaker
Heyrnartólin þín (hljóð til þín) - Ringing
Hringingin í headsettinu
Breyta hljóðstillingum í vefsíma (Webclient)
Það er gott að hafa í huga að þú getur auðveldlega flutt á milli virkra leiða til að taka við símtölum í svörtu stikunni efst í vefsímanum eins og sýnt er á myndinni hér fyrir neðan. Þar geturðu valið á milli IP símtækis, vefsíma eða snjallsíma. Þegar þú hringir út þá verður símtalið virkt í því tæki sem þarna er valið.
Ef þú ert í vandræðum með að hringja út eða móttaka símtöl í gegnum vefsímann þá ætti fyrsta stoppið þitt að vera í hljóðstillingunum (Audio Settings).
Farðu í Settings > Personalize > Audio/Video
Þaðan geturðu skilgreint:
- Camera
- Speaker
- Ringer
- Microphone
Ef þú ert ennþá í vandræðum með að ná fullri virkni í símann þinn ekki hika við að hafa samband við tækniþjónustu Nova í síma 5191100 eða með tölvupósti til taeknithjonusta@nova.is.
Ég fæ ekki tilkynningar þegar síminn minn hringir í 3cx appinu í Android eða iOS
Einn af kostunum við 3CX er að þú þarft ekki að vera með appið keyrandi á snjallsímanum til að fá símtöl og skilaboð. Rétt eins og með hefðbundin símtöl. Við viljum að sjálfsögðu ekki missa af neinum símtölum og með smávægilegum breytingum getum við komið í veg fyrir að það gerist nokkurn tímann.
Í iOS og Android öppunum, smelltu á stöðulitinn í efra hægra horninu og veldu valmyndina fyrir þá stöðu sem þú vilt uppfæra með því að smella á örina. Passaðu að hafa Accept Push Notifications virkt. Þessi regla á við um allar stöður þannig að þú gætir þurft að fara inn í hverja og eina og virkja.
Að setja 3CX appið á Silent
iOS
Í iOS appinu opnarðu valmyndina og ferð í Settings > Ringtone og velur þar Silence
Android
Í Android appinu opnarðu valmyndina og velur Silent