5G er framtíðin og við viljum tryggja að þú sért klár fyrir allt sem framtíðin býður upp á! Tæknin er komin og nú eru tæki frá flestum framleiðendum að opna fyrir 5G. Þú munt upplifa meiri afköst, meiri nákvæmni, styttri svartíma, fáránlega hratt streymi, háskerpugæði og niðurhal á ofurhraða. Þú getur spilað tölvuleiki í bestu mögulegu gæðum hvort sem þú ert í strætó eða heima við skjáinn.
Í hvaða tækjum get ég notað 5G?
5G hjá Nova er nú í boði fyrir nýjustu gerðir snjallsíma og spjaldtölva. 5G er margfalt hraðara en 4G og jafnast á við bestu ljósleiðaratengingu. Flestir helstu farsímaframleiðendur hafa opnað fyrir 5G á farsímum á Íslandi og allir nýjustu símanir þeirra styðja 5G svo þú getur flogið inn í framtíðina á þeim. Þú getur skoðað hvort símtækið þitt styðji 5G í stillingum og á GSM arena.
Hvernig veit ég hvort ég er á 5G?
Þau tæki sem hafa 5G stuðning tengjast sjálfkrafa 5G og það sést á skjánum ef tækið er tengt 5G. Til þess að komast á 5G á Apple símum þarf að uppfæra stýrikerfið. Til að kveikja á 5G í iPhone gæti þurft að velja Settings > Cellular > Cellular Data Options og stilla tækið á 5G auto.
Hvaða hraða mun ég ná?
5G er allt að margfalt hraðara en 4G og jafnast á við bestu ljósleiðaratengingu, sannkallaður ofurhraði.
Hvað geri ég ef ég næ ekki 5G?
Þau tæki sem hafa 5G stuðning tengjast sjálfkrafa 5G og það sést á skjánum ef tækið er tengt 5G. Til að kveikja á 5G í iPhone gæti þurft að velja Settings > Cellular > Cellular Data Options og stilla tækið á 5G auto.
Hvar get ég notað 5G?
5G þjónustusvæði Nova er í blússandi uppbyggingu bæði á landsbyggðinni og innan höfuðborgarsvæðisins.
Við erum rétt að byrja og höldum markvisst áfram að stækka þjónustusvæðið okkar þar sem þörf er á aukinni afkastagetu. Skoðaðu þjónustusvæði 5G hjá Nova.
Þarf sérstaka áskriftarleið til að geta notað 5G?
Allir viðskiptavinir Nova hafa aðgang að 5G kerfinu, það eina sem þarf til að komast á blússandi háhraða er að síminn styðji 5G og að framleiðandi hafi opnað fyrir notkun á því.