Hjá Nova getur þú fengið allskonar netgræjur sem nýta sér öflugt farsímakerfi Nova – 4G, 4.5G og 5G! Netgræjurnar eða netbúnaðirnir þurfa enga línu, heldur bara Nova netkort og stinga í samband og það er komið blússandi þráðlaust netsamband sem virkar svo bara eins og aðrir ráterar.
Ef þú ert að pæla í hraðanum á öllum þessum G-um þá finnurðu allt um það hér.
Heima- og fyrirtækjanet
4.5G eða 5G Box hentar sem öflugt háhraðanet fyrir heimili og fyrirtæki og gefur Ljósleiðaratengingu ekkert eftir. Ef staðsetningin er á erfiðu svæði t.d. í kjallara þá er Loftbelgur frábær lausn. Loftbelgur er 4.5G box með áföstu loftneti og teygir sig því í betra netsamband.
Net á ferðinni
Fyrir fólk á ferðinni þá er 4G hneta frábær lausn. Hnetan er þráðlaus ráter með batterí sem hægt er að grípa með á flakkið. Það eina sem þarf er að hlaða græjuna og þá getur öll fjölskyldan rápað á netinu. 4G Bílnet hentar vel fyrir þá sem eru alltaf að rúnta og vilja hafa net í bílnum. Bílnetinu er stungið í kveikjarann og þá geta allir í bílnum farið að vafra.
Eiginn ráter
Ef þú átt þinn eiginn ráter sem styður 4G/5G tíðnir Nova, þá þarftu bara Nova netkort og handstillir ráterinn yfir á Nova samband. Þú gerir það með því að breyta APN stillingunum í internet.nova.is og þá ættirðu að vera í sambandi. Ef það gengur ekki, getur verið sniðugt að grunnstilla tækið og prófa að setja stillingarnar aftur.
Ef þetta vefst eitthvað fyrir þér þá erum við bara einu spjalli frá.