Ég var að kaupa mér rafskútu, hvað þarf ég að gera áður en ég byrja að nota hana ?
Mikilvægt er að þú pumpir í dekkin áður en að þú þýtur um götur bæjarins á nýju rafskútunni þinni. Dekkin eiga að vera með 50 pund af lofti hvort um sig.
Ég er að fara að þrífa rafskútuna mína, hvað þarf ég að hafa í huga ?
Áður en að þú þrífur rafskútuna þína þarftu að sjá til þess að rafskútan sé ekki í sambandi við hleðslu og að hlífin yfir hleðsluraufinni sé lokuð, vatn og rafmagn eiga nefnilega ekkert sérstaklega vel saman. Hleðsluraufin getur eyðilagst ef að vatn kemst þangað. Best er að strjúka svo af rafskútunni þinni með rakri tusku til þess að þrífa hana.
Rafskútan mín er að fara í vetrardvala, hvað þarf ég að hafa í huga ?
Þegar að rafskútan verður ekki í notkun í lengri tíma er best að batteríið sé ekki undir 20% en ekki yfir 80%. Mikilvægt er líka að hlaða rafskútuna yfir nótt einu sinni í mánuði. Þegar að rafskútan er svo tekin í notkun aftur er mikilvægt að pumpa í dekkin áður.
Umhirða rafhlöðu
Til þess að tryggja að líftími raflhöðunni þinni verði sem lengstur þá þarf að meðhöndla hana rétt. Hér færð þú mikilvægar upplýsingar um umhirðu lithium-ion raflhöðu:
- Þegar að þú ætlar að hlaða hjólið fyrst þá þarftu að fullhlaða hjólið fyrir notkun og mælt er með því að gera það fyrstu 10 skiptin sem að rafskútan er hlaðin. Einnig er mikilvægt að þú hlaðir rafskútuna ekki aftur fyrr en að rafhlaðan er næstum því tóm.
- Slepptu því að nota hleðslutæki sem er ekki ætlað þinni rafskútu.
- Rafskútunni þinni líður best í 20-25°C, þess vegna mælum við með að þú geymir rafskútuna inni á næturnar.
- Þegar það er kominn tími til þess að hlaða batteríið þá þarf hitastig rafhlöðunnar að vera minnst 10°C en þó best að hafa hitastigið 20-25°C.
- Ef að rafhlaðan á skútunni þinni tæmist alveg er mikilvægt að hlaða hana innan við 8 klst, til þess að koma í veg fyrir skemmdir á rafhlöðunni.
- Við mælum með að vera ekki að hlaða rafhlöðuna of oft, það er í rauninni best að hlaða skútuna ekki fyrr en að batteríið er komið undir 50% hleðslu.
- Rafhlaðan vill ekki vera lengur en 48klst í hleðslu og rafskútan verður eflaust farin að sakna þín eftir þann tíma, það er því nauðsynlegt að taka skútuna úr hleðslu tímanlega.
- Þegar þú ert að fara að hlaða rafskútuna þína, þá er æskilegt að tengja hleðslutækið fyrst við skútuna og svo við veggtengil en eftir hleðslu, þá er æskilegt að gera akkúrat öfugt: fyrst að taka úr sambandi við veggtengil og svo aftengja hleðslutækið við skútuna.