- Það fyrsta sem þarf að gera að fara inná stillingarsíðuna. Til þess að komast þangað inn þarftu að fara í browserinn (vafrann) hjá þér og stimpla inn : 192.168.8.1
- Þessu næst skráir þú þig inn með notendanafninu admin og er lykilorðið WiFi lykilorðið eða það lykilorð sem hefur verið valið ef búið er að breyta, í einhverjum tilfellum getur það þó einnig verið admin
Í flestum tilfellum þarf fasta IP tölu á routerinn svo að portið virki rétt, en það kostar 490 á mánuði. Það er mismunandi hvaða port þarf að opna á, en þær upplýsingar ættu að fást hjá þjónustunni sem á að opna á eða þá fyrir þann búnað sem þarf að opna á.