Ef þú ert með Nova ráter og ert að tengja í fyrsta skipti, heimilið er netlaust eða þú varst að skipta um ráter og netið kemur ekki inn er gott að fara yfir atriðin hérna fyrir neðan. Það er gott er að vita hvaða ljós þurfa að vera kveikt á Nova rráternum en það eru Power, WAN, Internet (blikkandi) og wLan (blikkandi) - ef það er slökkt á einhverju af þessum þá eru hérna útskýringar á því hvað hægt er að gera til þess að koma netinu aftur í blússandi gang á heimilinu. Leiðbeiningarnar eiga bæði við um Huawei (DG8245W2) og Huawei (HG659).
Ráterinn tengist úr port 1 eða 2 á ljósleiðaraboxinu yfir í bláa WAN portið á ráternum, það er gott að vera viss um að allt sé rétt tengt áður en farið er í næstu skref og ráterinn endurræstur. Eru snúrurnar orðnar gamlar eða lúnar? Getur þú prófað nýja snúru? Ef þú ert með tengt í gegnum lagnir er sterkur leikur að prófa að tengja framhjá þeim til þess að útiloka að þær séu vandamálið.
Ekkert Power ljós: Slökkt á ráternum eða hann er ekki að fá straum
- Er kveikt á ráternum? (On/Off takki).
- Taktu straumbreytinn úr ljósleiðaraboxinu og settu í ráterinn, ef ráterinn fer í gang við það getur þú komið í næstu verslun og fengið nýjan straumbreyti fyrir routerinn. Passaðu að færa straumbreytinn aftur í rétt tæki.
- Ef straumbreytir fyrir ljósleiðarann virkar ekki þarft þú að prófa aðra innstungu/fjöltengi.
- Prófaðu hvort annað tæki virki í sömu innstungu (t.d hleðslutæki fyrir síma) ef straumbreytirinn fyrir ljósleiðarann virkar ekki.
Ekkert WAN ljós: Ráterinn nær ekki sambandi við boxið
- Endurræstu.
- Fer snúran úr WAN (Bláa tengið) í tengi nr. 1 á ljósleiðaraboxinu? Ef svo er mælum við með að prófa aðra netsnúru, prófa tengi nr. 2 á ljósleiðaraboxinu.
- Tengdu ráterinn beint í ljósleiðarabox ef hann er tengdur í gegnum vegglagnir.
- Ef ráterinn kemur ekki inn við nýja snúru eða við að tengja beint við ljósleiðarabox getur þú lagt lófann varlega flatan framan á ljósleiðaraboxið og ýta þéttingsfast í átt að veggnum til að sjá hvort boxið smelli saman við front - Passaðu að gera þetta mjög varlega til þess að skemma ekkert en ganga þarf úr skugga um að fronturinn sé nægilega fastur á ljósleiðaraboxinu. Ef þú ert í vafa hvernig á að ýta á framhliðina mælum við með því að þú hafir samband við okkur fyrst á netspjallinu á nova.is til þess að koma í veg fyrir óþarfa óhapp eða skemmdir á búnaðinum.
Ekkert Internet ljós: Ráterinn er ekki með netsamband
- Endurræstu.
- Prófa aðra netsnúru.
- Tengdu ráterinn beint í ljósleiðarabox ef hann er tengdur í gegnum vegglagnir.
- Ef ljósið kemur ekki inn þá getur þú heyrt í okkur á netspjallinu á nova.is Það er gott að hafa MAC addressu ráters við hendina (þú finnur hana á límmiða aftan á ráternum).
Ekkert wLan ljós: Slökkt á þráðlausa netinu/WiFi
- Haltu inni wLan takkanum hægra meginn aftan á ráternum í 2-3 sek.
- Ert þú með extender sem krefst þess að wLan sé slökkt? Ef svo er þarf að bilanagreina extenderinn.
- Ertu með Kastara hjá Nova? Gakktu úr skugga um að hann sé ekki sökudólgurinn hér.
- Heyrðu í okkur á netspjallinu á nova.is og við hjálpum þér að skrá þig inn á ráterinn og kveikja/staðfesta að kveikt sé á báðum þráðlausu tíðnunum (2.4 og 5.0 (ac)). Þú getur líka græjað það sjálf/ur/t svona:
Opnaðu 192.168.1.1 í vafra á tæki sem er tengt við ráterinn og skráðu þig inn með notendanafninu Useradmin og lykilorðinu @HuaweiHgw (þessar upplýsingar eru skráðar á límmiða undir ráternum).
Huawei (HG659):
Home - Set up wLan - kveiktu á 2.4 ghz og 5.0 ghz og veldu Save.
Huawei (DG8245W2)
Overview - Wi-Fi configuration - kveiktu á 2.4 ghz og 5.0 ghz og veldu Save.
Ef ekkert að leiðbeiningunum hérna fyrir ofan virkar, allir reikningar greiddir og búið að endurræsa ráter máttu endilega heyra í okkur á netspjallinu á netspjallinu á nova.is og við græjum þetta með þér.