Það er í mörg horn að líta þegar ferðast er erlendis og símasamband er klárlega eitt af þeim. Þess vegna er afar mikilvægt að vera með allt þitt á hreinu í símanum til að komast á netið þegar þú þarft á því að halda!
Ef þú ert með Android, smelltu hér
Nova býður farsímaþjónustu í yfir 216 löndum í samstarfi við erlend símafélög. Viðskiptavinir Nova í Áskrift og Frelsi eru því í góðu sambandi á ferðum sínum erlendis. Í flestum löndum er í boði 3G netþjónusta en 4G netþjónusta er í boði í sífellt fleiri löndum.
Það er misjafnt hvað það kostar að nota símann í útlöndum og það fer algjörlega eftir því hvert þú ert að fara. Ef þú ert að ferðast innan EES þá ertu með innifalið gagnamagn, en það er mismunandi eftir áfyllingum. Þú getur skoðað hvað þú ert með með mikið gagnamagn innifalið í Stólnum í Nova appinu og auðvitað í verðskránni. Ef þú ert að ferðast utan EES þá gæti Ferðapakkinn verið tilvalinn fyrir þig.
Núna þegar búið er að ganga úr skugga um að þú sért í þjónustuleið miðað við það land sem þú ert í skulum við vinda okkur í tæknitalið - Byrjaðu á því að opna Stólinn í Nova appinu, eða sendu okkur línu á netspjallinu á nova.is til þess að ganga úr skugga um að það sé opið á notkun erlendis á númerinu þínu. Þú getur farið í Nova appið, valið númerið sem er erlendis/er að fara erlendis, skrollað niður og undir Stillingar kveikt á Notkun erlendis og Netið í símann erlendis.
Hvernig næ ég sambandi í útlöndum? Passaðu að hafa slökkt á Airplane Mode áður en þú reynir að tengjast inná kerfi.
1. Kveikja á Mobile Data. Til þess að kveikja á Mobile Data ferð þú inn i Settings - Mobile Data - kveikja á Mobile Data.
2. Kveikja á Data Roaming. Til þess að kveikja á Data Roaming ferð þú inn í Settings - Mobile Data - Mobile Data Options - kveikja á Data Roaming.
3. Stilla símann þannig að hann velji viðeigandi símkerfi sjálfur. Til þess að stilla símann þannig að hann velji símkerfi sjálfur þarft þú að fara inn í Settings - Mobile Data - Network Selection - Kveikja á Automatic.
Ef þú ert erlendis þá þarft þú að endurræsa símann núna með slökkt á Airplane Mode, kveikt á Mobile Data, Data Roaming og Automatic (athugaðu að þú gætir þurft að endurræsa símann 1x-2x með korters millibili ef síminn tengist ekki við fyrstu endurræsingu). Ef síminn þinn tengist ekki inn á kerfi við endurræsingu höldum við áfram í næstu skref.
4. Stilla símann þannig að þú getir valið símkerfi handvirkt. Til þess að stilla símann þannig að þú getir handvirkt valið kerfi þarft þú að fara inn í Settings - Mobile Data - Network Selection - Slökkva á Automatic og velja símkerfi sem er í boði. Athugaðu að þú þarft svo að endurræsa símann.
5. Er einhver ókunnugur prófæll í símanum sem þarf að eyða út? Til þess að skoða það þarft þú að fara inn í Settings – General – neðst niðri fyrir ofan Reset - ef það stendur Profile og þú kannst ekki við hann þá þarf að eyða honum út og endurræsa símann.
Er ennþá ekki komið samband?
6. Ert þú að ferðast með öðrum? Hvernig virkar þjónustan hjá þeim?
Prófaðu að setja simkortið þitt í annan síma eða annað simkort í símann þinn (athugaðu að þú þarft að endurræsa símann þegar símkort eru flutt á milli tækja til þess að tengjast við kerfi).
Þetta er gott trix ef allt annað virðist klikka! Þegar búið er að svissa simkortum er gott að láta símann leita að símkerfi áður en svissað er aftur. Þetta getur sagt okkur nákvæmlega hvort að síminn eða simkortið sé vandamálið.
7. Ef það er ekki ennþá komið neitt samband getur þú að lokum prófað Reset Network Settings. Til þess að endurstilla netstillingar þarft þú að fara inn í Settings – General – Reset – Reset network settings og endurræsa símann. (Athugaðu að ef þú gerir Reset Network Settings þá þarft þú að skrá þig inn með lykilorði í öll öpp aftur og inn á allar nettengingar aftur, t.d heimanet, vinnunet osfr).
Ef ekkert af ofantöldu virkar þá er kominn tími til þess að hafa samband á netspjallinu á nova.is svo við getum græjað þetta með þér.
Kemstu á netið en getur ekki hringt eða móttekið símtöl/SMS?
Ert þú ekki örugglega að hringja með landskóða? Smelltu hér til þess að sjá hvaða landskóða þú þarft að nota. Muna þarf að setja 00 eða + fyrir framan.
Hvort ert þú í frelsi eða áskrift? Það er til dæmis ekki hægt að móttaka símtal í frelsi utan EES ef þú átt ekki inneign.
Er vandamálið bundið við eitt númer eða öll? ef vandamálið er eitt númer þarf að skoða það hjá viðkomandi sem þú ert að reyna að ná í.
Hefur þú verið lengur erlendis, innan EES, en 2 mánuði á síðasta 4 mánaða tímabili? Þá þarft þú að skoða hvort númerið sé komið í varanlegt reiki og möguleikinn á því að þú þurfir að byrja á að greiða fyrir notkun, sjá hér. Þú getur séð hvort númerið sé í varanlegu reiki í gegnum Stólinn í Nova appinu.
Til þess að kynna þér betur Varanlegt reiki getur þú smellt hér.
Hvað gerist þegar þú reynir að hringja? kemur sónn? heyrist eitthvað í símanum? kemur einhver villa upp á skjáinn? Ef þú getur ekki ennþá hringt endilega prófaðu að heyra í okkur á netspjallinu á nova.is svo við getum græjað þetta með þér.