Ef NovaTV er að stríða þér getur þú farið yfir nokkra punkta.
Byrjum á því að ganga úr skugga um að þú sért skráð/ur inn á aðganginn þinn og það sé net á heimilinu, NovaTV er sjónvarpsþjónusta yfir netið og því mikilvægt að tækin sem horft er í gegnum séu nettengd. Ef þú ert að upplifa vandamál á netinu, smelltu hér.
Ef netið er í lagi á öðrum tækjum en NovaTV er til vandræða er gott að byrja á því að slökkva alveg á appinu og kveikja á því aftur, þú getur bæði lokað appinu alveg með fjarsteríngunni eða aftengt tækið við rafmagn í stutta stund.
Ef vandamálið er ennþá til staðar eftir endurræsingu getur þú athugað hvort aðrar streymisveitur virka - til dæmis Netflix, RÚV appið, Disney+ eða þær streymisveitur sem þú ert með í tækinu. Ef það virkar ekki þarft þú að skoða hvort tækið þitt sé ekki örugglega tengt þráðlaust/beintengt við ráter í gegnum stillingar. Einnig er gott að athuga hvort vandamálið sé á einni rás í NovaTV eða hvort vandamálið er bundið við allar rásir. Ef vandamál er bundið við eina rás er gott að athuga hvort þetta sé áskriftarbundin rás og í leiðinni hvort búið sé að greiða fyrir áskriftina.
Ef tækið er nettengt, aðrar streymisveitur virka og allt að ofantöldu er í lagi þá vindum við okkur í tæknilegri ráðstafanir
Athugaðu hvort búnaðurinn sem þú notar til þess að horfa á NovaTV þurfi uppfærslu (Software update).
Android/Mi box - smelltu hér
AppleTV - smelltu hér
Kannaðu einnig hvort þú sért með nýjustu uppfærsluna af NovaTV appinu í tækinu þínu - við erum alltaf að lagfæra og bæta appið til að allir geti horft á sjónvarpið án vandræða!
AndroidTV/Mi box - smelltu hér
AppleTV - smelltu hér. Þú ferð sömu leið í AppleTV til þess að uppfæra appið eins og ef þú værir að sækja það.
NovaTV tókst ekki að finna staðsetningu, ef þessi melding blasir við þarft þú að athuga hvort þú sért með VPN/DNS uppsett í tækinu þínu eða ráter. NovaTV virkar bara á Íslandi og því mikilvægt að tækið sé staðsett á Íslandi þegar þú ætlar að glápa á NovaTV, sjá hér.
NovaTV virkar í sumum tækjum á heimilinu en öðrum ekki, ef það er staðan þarf bæði að skoða uppfærslur á tækinu sem um ræðir, hversu mörg tæki eru skráð inn á aðganginn á heimilinu og hversu margir eru að horfa á sömu rás, þú getur kynnt þér það betur hér.
Ef þú ert ennþá að upplifa vandamál á NovaTV og ekkert að ofantöldu virkar þá sendir þú okkur línu á netspjallinu á nova.is svo við getum græjað þetta með þér.