Ef iPhone síminn þinn gefur frá sér ranga GPS staðsetningu eru nokkrir punktar sem við getum prófað að fara yfir og reynt að laga vandamálið. Byrjum að sjálfsöðgu á því að slökkva og kveikja á símanum því það lagar oft vandamálið - ef ekki, þá vindum við okkur í tæknilegri ráðstafanir.
1. Byrjaðu á því að athuga hvort síminn þinn sé ekki örugglega með nýjustu hugbúnaðaruppfærsluna (Software update), sjá hér.
2. Athugaðu hvort það þurfi að uppfæra appið/öppin sem sýnir ranga GPS staðestningu, sjá hér
3. Ef vandamálið er bundið við eitt app eða nokkur (en ekki öll) getur þú athugað hvort þú leyfir GPS staðestningu fyrir það ákveðna app, til þess að skoða það ferð þú inn í Settings - skrollar niður þar til þú finnur appið - Location og undir Allow Location Services getur þú valið hvort appið hafi aðgang að GPS staðsetningunni þinni.
4. Ef síminn gefur þér ennþá ranga GPS staðsetningu þarft þú að kíkja hvort það sé ekki örugglega kveikt á Location Services, til þess að skoða það ferð þú inn í Settings - Privacy - kveikt á Location Services. Ef það er slökkt á því þá kveikir þú á því og endurræsir símann. Ef það er kveikt á því getur þú prófað að slökkva á Location Services í 5-10min, endurræsa símann, kveikja aftur á Location Services og endurræsa símann.
5. Ef síminn gefur þér ennþá ranga staðsetningu getur þú prófað að endurstilla Location & Privacy, til þess að gera það ferð þú inn í Settings - General - Reset - Reset location & privacy og endurræsir svo símann ef hann gerir það ekki sjálfur.
Ef ekkert að ofantöldu virkar þá er næsta skref Reset Network Settings - smelltu hér. Ef Reset Network Settings skilar ekki árangri þá er gott að sjá hvernig þetta þróast í tvo til þrjá daga, ef GPS staðetningin uppfærir sig ekki sjálf getur verið ástæða til að skoða að senda símann í viðgerð.