Til þess að uppfæra öpp í iPhone símanum þínum ferð þú inn í App Store:
Þegar þú ert inni í App Store smellir þú á aðganginn þinn uppi í hægra horninu og þar í gegn getur þú séð strax hvort það þurfi að uppfæra öpp eða ekki. Ef það þarf að uppfæra appið kemur "Update" við hliðina á appi en ef það er fulluppfært þá kemur "Open".
Þú getur stillt símann þannig að hann uppfæri öppin sjálur þegar uppfærslur eru í boði og það er gert með því að fara inn í Settings - App Store - haka við App updates undir Automatic Downloads.