Samsung/Android síminn minn er netlaus - hvað get ég gert?
Ertu á Íslandi eða erlendis? Ef þú ert erlendis máttu færa þig yfir á þessa grein hér.
Ef þú ert á Íslandi en getur ekki tengt þig við 4G/5G byrjum við á því að fara yfir eftirfarandi:
Er kveikt á Farsímagögnum/Mobile Data í símanum?
Er gagnamagn á númerinu?
Er síminn með nýjustu hugbúnaðaruppfærslu? sjá hér
Eru APN stillinar réttar í símanum? Sjá hér
Ert þú með VPN/DNS uppsett í símanum? Ef svo er - prófa að slökkva á því.
Ef netið er það eina sem ekki virkar og símtöl og SMS virka eðlilega má prófa að endurstilla netstillingar/Reset Network Settings. Sjá hér
Er vandamálið bundið við staðsetningu eða gerist þetta útum allt?
Ef vandamálið er bundið við staðsetningu máttu endilega heyra í okkur á netspjallinu á nova.is, með upplýsingum um nákvæma staðsetningu - fullt heimilisfang, íbúðarnúmer og póstnúmer. Ef þú ert úti á landi (sumarbústaðarland / landsvæði sem er erfitt að finna) þarft þú að útvega okkur hnit/nákvæma staðsetningu svo við getum kafað í þetta með þér og skoðað hvað er að gerast, sjá hér.
Ef vandamálið er ekki bundið við staðsetningu, búið að fara yfir allt hér að ofan en ekkert leysir vandamálið má skoða það að senda símann í bilanagreiningu.