Í þessari grein förum við yfir bilanagreiningu fyrir 5G router. Gott er að ganga úr skugga um að reikningar séu greiddir, þú sért í áskriftarleið eða gagnamagnið er ekki búið á netnúmerinu með því að fara inn í Stólinn í Nova appinu eða senda okkur línu á spjallinu, nova.is.
Byrjum á þessu sígilda, er búið að slökkva og kveikja? Endilega byrjaðu á því að endurræsa bæði router og öll nettengd tæki á heimilinu áður en við höldum áfram.
Það mikilvægasta sem þarf að huga að þegar um 5G net er að ræða er staðsetning ráters við næsta sendi. Mikilvægt er að vera með ráterinn í glugga og beina honum í sem mest beinni línu að næsta sendi. Þú getur séð hvernig þjónustusvæðið í kringum þig er og fengið upplýsingar hvert er best að beina ráternum með því að smella hér.
Gott er að leyfa ráternum að standa í glugga í 2-5 min óáreittan til þess að gefa honum færi á að tengja sig við tíðni. Til þess að sjá hvort ráter sé á góðri staðsetningu getur þú sótt Speedtest.net by Ookla appið, passa að Nova sé server og tekið hraðaprófun á þeim stöðum sem þú færir ráterinn á.
Ert þú að nýta þér VPN/DNS þjónustu? það getur haft stórkostleg áhrif á gæði netsins hjá þér svo ef þú ert að nýta þér slíka þjónustu máttu prófa að slökkva á þjónustunni, endurræsa router og tæki og sjá hvernig netið hagar sér.
Ljósin geta sagt okkur heilmikið, hér fyrir neðan er listi yfir ljósin og hvað þau þýða:
5G ljós:
Kveikt: Tæki er tengt við 5G.
Slökkt: Tæki tengist ekki við 5G, staðsettu router betur með því að setja hann í glugga sem beinir að næsta 5G sendi. Ef nokkrir sendar eru í kringum þig er gott að prófa að beina honum í áttina að mismunandi sendum.
4G ljós:
Kveikt: Tæki er tengt við 4G eða 4.5G.
Slökkt: Tæki tengist ekki við 4G eða 4.5G, staðsettu router betur með því að setja hann í glugga sem beinir að næsta sendi. Ef nokkrir sendar eru í kringum þig er gott að prófa að beina honum í áttina að mismunandi sendum.
Wi-Fi ljós:
Kveikt: Tæki tengt við router og netstreymi á milli.
Slökkt: Tengdu tæki við routerinn með notendanafni og lykilorði (límmiði aftan á router).
Ef þú átt ennþá í vandræðum með netið hjá þér, reikningar greiddir og router á besta stað heyrðu þá endilega í okkur á spjallinu, nova.is, svo við getum græjað þetta með þér.