Ert þú að upplifa hægagang á ljósleiðaranetinu?
Förum saman yfir nokkra punkta til þess að hressa þráðlausa netið við og koma heimilinu aftur í blússandi samband.
Byrjum á þessu sígilda, er búið að slökkva og kveikja?
Endurræstu ljósleiðaraboxið, ráterinn og öll nettengd tæki á heimilinu áður en við höldum áfram. Oft er það einfaldasta nóg til þess að koma heimilinu í blússandi samband að nýju.
Ef það nægir ekki að endurræsa og heimanetið er ennþá til vandræða skulum við vinda okkur í smá tæknital:
1. Logar WLAN ljósið á ráternum? WLAN ljósið merkir þráðlausa netið. Til þess að skoða ljósin á Nova ráter smelltu hér. Ef þú ert með eigin búnað ættu upplýsingarnar að vera í leiðbeiningarbæklingnum sem fylgdi ráternum.
2. Ert þú að nýta þér VPN/DNS þjónustur? Slíkar þjónustur geta haft mikil áhrif á gæði tengingarinnar, bæði þráðlaust og beintengt. Prófaðu að slökkva á VPN/DNS, endurræstu tækin sem stillingarnar höfðu áhrif á og sjáðu hvort netið skáni. Gott er að hafa í huga að VPN/DNS getur verið uppsett í ráter eða í hverju tæki fyrir sig.
3. Hvar er ráterinn staðsettur? Besta staðsetningin fyrir ráterinn er í meðalhæð, miðsvæðis í opnu rými. Það þýðir að ef ráterinn þinn er lokaður inni í skáp eða innan um þunga hluti þarft þú að skoða það að færa hann fyrir betra samband. Þú getur líka skoðað kastara frá Nova!
4. Ert þú með tengt í gegnum lagnir? Ef svo er - prófaðu að tengja framhjá þeim með snúru beint úr ljósleiðaraboxinu í ráter. Snúran fer úr tengi 1 á ljósleiðaraboxinu yfir í bláa WAN tengið á ráter. Ef þú ert með lagnir er gott að hafa í huga hvenær þær voru mældar síðast. Það er gott að fara yfir snúrur og athuga stöðuna á þeim - eru þær gamlar eða lúnar? Mögulega er kominn tími til að skipta út snúrum.
5. Á hvaða tíðni eru tækin tengd? Ráterinn býður upp á tvær tíðnir, 2.4ghz og 5.0ghz (_ac). 2.4 tíðnin er langdrægnari en hægari á meðan 5.0 (ac) tíðnin dregur styttra en er með hraðara net. Það er mikilvægt að passa að þau tæki sem eru lengra frá ráternum en 1-2 metra séu því á 2.4 tíðninni. Einnig er mikilvægt að passa að það sé jafnvægi á milli fjölda tækja tengd við tíðnirnar.
6. Hvað er heimilið stórt? Einn ráter getur þjónustað tæplega 100fm heimili en ef það er mikil tölvuleikjaspilun, áhorf á streymi, þykkir steyptir veggir eða þungir hlutir mælum við með þvi að þú fáir þér þráðlausan punkt eða kynnir þér kaup á eigin búnaði með meiri afkastagetu. Þú getur líka skoðað kastara frá Nova!
7. Ef þú ert með þráðlausan punkt er gott að fara yfir hvernig hann er tengdur og hvenær hann var uppfærður síðast.
Er hann of langt frá ráter eða á slæmum stað uppá endurvarpið frá ráter?
Hvað er hann gamall?
Er hann þráðlaus eða snúrutengdur? (við mælum alltaf með snúrutengingu fyrir besta mögulega hraða - gott merki ýtir undir betra endurvarp)
Ýmislegt getur valdið álagi á netsambandið eða ráterinn sjálfan, sem getur dregið niður hraða.
Aldur tölva/netkorts, tækja, ráters, VPN/DNS stillingar og staða innanhússlagna hafa öll áhrif á hraða. Til þess að fá raunhraða þarft þú að aftengja öll tæki við netið nema eitt (það tæki á að vera tengt við 5.0 (_ac)), sækja appið frá speedtest.net by Ookla, velja Nova sem server og taka hraðaprófun. Þú getur svo tengt eitt og eitt tæki við netið í einu og tekið hraðaprófanir. Ef netið fellur í hraða þegar ákveðinn búnaður er tengdur er hann mögulega sökudólgurinn og þú getur látið skoða það tæki frekar.
Ert þú ennþá að upplifa vandræði á þráðlausa netinu? Endilega sendu okkur línu á spjallinu á nova.is og við græjum þetta saman.