Heldur betur! Þegar númer sem er hjá Nova er sett í Hraðleið fer það rakleiðis í Hraðleið og greiðandinn verður greiðandi Hraðleiðar. Ef númerið er ekki hjá Nova þá færist það yfir til Nova í Hraðleið og þú færð nýtt Nova símkort.
Ef þú ert með óskráð númer hjá Nova þá þætti okkur best að láta þig vita af allskonar mikilvægum upplýsingum og því þarft þú að skrá frelsið þitt áður en þú skráir þig í Hraðleið, þú getur skráð óskráða númerið þitt á Stólnum ef þú ert með rafræn skilríki, annars getur þú líka komið í verslun Nova með símann og löggild skilríki (Vegabréf eða Ökuskírteini) og við græjum þetta með þér.