Hraðleið er frábær leið fyrir fyrirtæki sem vilja hafa allt á einum stað og koma á hraðleið inn í framtíðina. Hægt er að velja á milli þriggja leiða, allt eftir því hvað hentar þínum rekstri.
Innifalið í Hraðleið er ótakmarkað net á skrifstofuna og í 3-10 farsíma eða snjalltæki, en það fer eftir því hvort þú velur Hraðleið Mikið, Hraðleið Meira eða Hraðleið Mest. Farsímarnir fá svo auðvitað líka ótakmörkuð símtöl og SMS á Íslandi og í Evrópu (EES). Greitt er sérstaklega fyrir notkun utan EES.
Fyrir fyrirtæki sem ekki eru inni á þjónustusvæði Ljósleiðarans ehf. er háhraða 5G tenging í boði.
Fyrirtæki á Hraðleið fá sannkallaðan ofur ráter með innbyggðri 4.5G Varaleið sem tryggir að þú dettir aldrei út af netinu. Einnig er innifalinn WiFi kastari sem sér til þess að netið sé sterkt í öllum krókum og kimum.
Við mætum á staðinn og gerum allt klárt!
Vinnusími er innifalinn í Hraðleið en það er áframsending úr fyrirtækjanúmeri í farsímanúmer og þú stýrir því hvenær símtöl eru áframsend. Í Stólnum á nova.is er hægt að stilla opnunartíma á áframsendingunni og setja inn símsvara.
Fyrirtæki á Hraðleið fá aðgang að Séní hjá Nova. Séní framkvæmir tæknigreiningu með þínu fyrirtæki, hjálpar til við að velja skýjalausnir sem styðja við reksturinn og koma því inn á tækniöldina. Séní getur einfaldað dagleg verkefni, bætt netöryggi, komið vinnuskjölum í skjól, látið vörumerki finnast, stafrænt reikningana og bætt samvinnu innan teyma.
Ertu með prentara, posa, skanna og önnur tæki sem þarf að tengja upp á nýtt? Engar áhyggjur, við græjum það fyrir þig!
Komdu þér og fyrirtækinu þínu á Hraðleið!