Þegar breytt er um heiti á þráðlausa netinu, lykilorð inná netið eða lykilorð inná ráterinn sjálfann er mikilvægt að gera 'Forget this network' á öllum tækjum sem hafa tengst við netið og endurræsa ráter og tæki, þú þarft svo að tengja tækin upp á nýtt með nýjum stillingum.
Smelltu á ráterinn sem þú ert með:
Huawei DG8245W2 Ljósleiðararáter
Opnaðu 192.168.1.1 í vafra á tæki sem er tengt við ráterinn og skráðu þig inn með notendanafninu Useradmin og lykilorðinu @HuaweiHgw (Þessar upplýsingar eru skráðar á límmiða undir ráternum).
Hægt er kveikja og slökkva á tíðnum (wLan), breyta nafni á ráter og lykilorði inn á Wi-Fi ásamt því að breyta lykilorði inn á stillingarsíðu rátersins með eftirfarandi leiðbeiningum:
Síðan sem opnast við að setja 192.168.1.1 í vafra:
Forsíðan sem ráterinn opnast inná:
Smelltu á turninn með bylgjunum - 'Wi-Fi configuration' og þá opnast 'Wi-fi Settings' - þar getur þú séð hvort það sé kveikt á báðum tíðnum, 2.4ghz og 5.0ghz. Þar getur þú einnig breytt heitinu á netinu og lykilorði á þráðlausa netið.
Til þess að breyta lykilorðinu inná stillingarsíðu rátersins ferð þú inn í Settings - Management - Account - Change Password.
Athugaðu að ef þú breytir lykilorði og lendir í netvandræðum þarftu að láta vita af breytingunum í samskiptum við Nova.
Huawei HG659 Ljósleiðararáter:
Opnaðu 192.168.1.1 í vafra á tæki sem er tengt við ráterinn og skráðu þig inn með notendanafninu Useradmin og lykilorðinu @HuaweiHgw (Þessar upplýsingar eru skráðar á límmiða undir ráternum).
Hægt er kveikja og slökkva á tíðnum (wLan) og breyta nafni á ráter og lykilorði inn á Wi-Fi með eftirfarandi leiðbeiningum:
Síðan sem opnast við að setja 192.168.1.1 í vafra:
Forsíðan sem ráterinn opnast inná:
Veldu Set Up WLAN dálkinn undir I want to ..., þar getur þú séð hvort það sé kveikt á báðum tíðnum, 2.4ghz og 5.0ghz. Þar getur þú einnig breytt heitinu á netinu og lykilorði á þráðlausa netið: