Stundum kemur fyrir að þú skráir þig inn á aðganginn heima hjá frænku þinni þar sem þú ert í barnaafmæli og verður að sjá leikinn í Enska boltanum í hádeginu.
Þá gerist það stundum eru fleiri straumar í gangi en leyfilegt er, sem veldur því að þú færð villuboð við afspilun.
Þá er til einföld lausn - en þú getur skráð aðganginn þinn út í öllum tækjum sem hann er virkur í.
Þetta er gert með eftirfarandi skrefum:
Farðu inn á novatv.is í vafra og smelltu á prófílinn þinn í hægra horninu.
Því næst sérð þú valmöguleika sem heitir einfaldlega Skrá út af öllum tækjum.