Við höfum gert nokkrar breytingar í NovaTV og bætt við nýjum fítusum sem gera upplifunina enn betri.
M.a er búið að bæta við að:
- Þú getur stjörnumerkt uppáhaldsstöðvarnar þínar svo þær birtist alltaf efst og þú getur farið að glápa um leið og þú opnar appið!
- Allt efni á NovaTV er flokkað, og þú getur valið að fylgja þínum uppáhaldsflokkum, líkt og Fréttir, Spjallþáttur og Raunveruleikasjónvarp.
- Þú getur núna Skráð þig út í öllum tækjum samtímis!
- Núna fara öll áskriftarkaup og stillingar varðandi aðganginn þinn í gegnum Stólinn á nova.is!