Til þess að uppfæra NovaTV appið í Apple TV tækinu þínu ferð þú inn í App Store:
Þar finnur þú NovaTV appið, og ef þar er hnappur sem stendur Update er smellt á hann og appið uppfærir sig sjálft.
Hér er frábært leiðbeiningarmyndband sem tekur þig í gegnum ferlið, skref fyrir skref.
Ef appið leyfir ekki uppfærslu og það birtist melding um að það þurfi Software update getur verið að það þurfi að sækja slíka uppfærslu. Sjá leiðbeiningar um hvernig það er gert hér.
Svo er bara næsta skref að skrá sig inn á NovaTV og tengja tækið við aðganginn þinn svo glápið geti hafist!