Ef þú átt aðgang að NovaTV þá smelliru hér til að fá leiðbeiningar.
Ef þú átt eftir að uppfæra NovaTV þá finnurðu leiðbeiningar um það hér.
NovaTV er frítt fyrir alla sem eru með farsíma eða net hjá Nova, aðrir greiða 490 kr. á mánuði fyrir NovaTV en fá fyrsta mánuðinn frían.
Við förum yfir þetta með þér skref fyrir skref, í hvaða tæki ætlarðu að glápa í?
Skrá inn í Apple TV eða Android TV
- Opnaðu NovaTV appið.
- Veldu Valmöguleikar í valmyndinni og svo Innskrá.
- Nú sérðu skjá sem segir þér að smella þér inn á innskráningarsíðuna https://novatv.is/activate í vafra í símanum eða tölvunni. Þú getur líka skannað inn QR kóðann með myndavélinni á símanum þínum sem sendir þig inn á sömu síðu.
- Á innskráningarsíðunni skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum. Ef þú ert hjá Nova getur þú líka skráð þig inn með því að fá kóða sendan í SMS.
- Ef þú ert hjá Nova með farsímann eða netið og ekki með áskrift að neinni stöð í NovaTV þá á þetta skref ekki við og þú hoppar beint í skref 6!
Nú sérðu yfirlit yfir allar þínar áskriftir og hvenær næsta rukkun á sér stað. Við erum að færa allar áskriftir í Stólinn til að bæta yfirsýn þess vegna þarftu að staðfesta hvernig þú vilt greiða næst. Síðan velur þú Staðfesta. - Nú skráir þú inn aðgangskóðann sem er á sjónvarpinu þínu til að tengja tækið við aðganginn og velur Samþykkja.
- Nú er sjónvarpstækið að tengjast þér og eftir örfáar sekúndur getur þú byrjað að hámhorfa! Þú getur svo alltaf bætt við fleiri tækjum til að glápa úr.
Skrá inn í iPhone, iPad, Android síma eða spjaldtölvu
- Opnaðu NovaTV appið.
- Veldu Meira í valmyndinni og svo Innskrá.
- Veldu Halda áfram með Nova og þú ferð inn á innskráningarsíðu.
- Á innskráningarsíðunni skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum. Ef þú ert hjá Nova getur þú líka skráð þig inn með því að fá kóða sendan í SMS.
- Ef þú ert hjá Nova með farsímann eða netið og ekki með áskrift að neinni stöð í NovaTV þá á þetta skref ekki við og þú hoppar beint í skref 6!
Nú sérðu yfirlit yfir allar þínar áskriftir og hvenær næsta rukkun á sér stað. Við erum að færa allar áskriftir í Stólinn til að bæta yfirsýn þess vegna þarftu að staðfesta hvernig þú vilt greiða næst. Síðan velur þú Staðfesta. - Nú er tækið að tengjast þér og eftir örfáar sekúndur getur þú byrjað að hámhorfa! Þú getur svo alltaf bætt við fleiri tækjum til að glápa úr.
Skrá inn fyrir vefgláp á novatv.is
- Skelltu þér inn á novatv.is í þínum uppáhalds vafra.
- Veldu Innskrá sem er uppi í hægra horninu.
- Á innskráningarsíðunni skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum. Ef þú ert hjá Nova getur þú líka skráð þig inn með því að fá kóða sendan í SMS.
- Ef þú ert hjá Nova með farsímann eða netið og ekki með áskrift að neinni stöð í NovaTV þá á þetta skref ekki við og þú hoppar beint í skref 5!
Nú sérðu yfirlit yfir allar þínar áskriftir og hvenær næsta rukkun á sér stað. Við erum að færa allar áskriftir í Stólinn til að bæta yfirsýn þess vegna þarftu að staðfesta hvernig þú vilt greiða næst. Síðan velur þú Staðfesta. - Nú er NovaTV að tengjast þér og eftir örfáar sekúndur getur þú byrjað að hámhorfa! Þú getur svo alltaf bætt við fleiri tækjum til að glápa úr.