❓ Geta fyrirtæki notað NovaTV?
NovaTV er eingöngu í boði fyrir einstaklinga og öll notkun er ætluð til einka- og heimilisnotkunar fyrir áskrifanda þjónustunnar. Ef reynt er að skrá sig inn með fyrirtækjakennitölu kemur upp villa í innskráningarferlinu.
💳 Hvernig geta fyrirtæki greitt fyrir NovaTV áskriftir?
Ef fyrirtæki á að greiða fyrir NovaTV áskrift er hægt að setja fyrirtækjakort á bakvið kaupin. Þetta gerir einstaklingum innan fyrirtækisins kleift að nýta þjónustuna á eigin kennitölu en láta fyrirtækið sjá um greiðslurnar.