Virkar fjarstýringin á Apple TV illa, eða bara alls ekki?
Ef það virkar ekki að endurræsa Apple TV tækið sjálft, þá má endilega athuga með það að para fjarstýringuna við AppleTV tækið á nýjan leik.
Til að para fjarstýringu við AppleTV tækið þitt hefur þú fjarstýringuna nálægt tækinu - hentugt að leggja fjarstýringuna ofan á tækið.
Þú byrjar á því að halda inni Menu takkanum ( takkinn á nýjustu kynslóð) og Hækka takkanum í 5 sekúndur.
Ef tækið biður þig um að leggja fjarstýringuna ofan á tækið þá tekur þú hana upp og leggur aftur niður.