Til þess að uppfæra NovaTV í iPhone símanum þínum eða Ipad ferð þú inn í App Store:
Þegar þú ert inni í App Store smellir þú á aðganginn þinn uppi í hægra horninu og þar sérð þú strax hvort það þurfi að uppfæra öpp í tækinu eða ekki. Ef það eru uppfærslur í boði stendur Update við hliðina á appi.
Ef NovaTV er fulluppfært þá birtist það ekki á þessum lista.
Þú getur einnig hreinlega leitað að NovaTV í App Store og kannað hvort það standi Update í stað Open.
Svo er bara næsta skref að skrá sig inn í NovaTV og tengja tækið við aðganginn þinn svo glápið geti hafist!