Til þess að uppfæra öpp í Android símanum þínum ferð þú inn í Google Play Store:
Þegar þú ert inni í Google Play Store þá leitar þú að NovaTV og ef þú sérð hnappinn 'Uppfæra' þá getur þú sótt uppfærslu.
Önnur leið í boði er að þegar þú ert komin/n/ð inn í Google Play Store smellir þú á aðganginn þinn uppi í hægra horninu og velur 'Umsjón með forritum og tæki'. Þar getur þú séð strax hvort uppfærslur séu í boði eða ekki. Ef það þarf að uppfæra appið kemur Uppfæra' við hliðina á appi en ef það er fulluppfært þá kemur 'Opna'.
Svo er bara næsta skref að skrá sig inn í NovaTV og tengja tækið við aðganginn þinn svo glápið geti hafist!